Viðmælendur Morgunblaðsins töldu seint í gærkvöldi góðar líkur á að reynt yrði að ná Icesave-málinu út úr fjárlaganefnd fyrir helgi. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að ennþá séu hins vegar það margir endar lausir að ekki sé útséð um hvort um málið myndast breið pólitísk samstaða, en ljóst megi vera að það sé róið að því öllum árum. Þannig virðist sem málið sé að þokast upp úr flokkspólitískum hjólförum.
Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.