Boðað hefur verið til fundar í fjárlaganefnd Alþingis klukkan 15 í dag þar sem stendur til að afgreiða frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna.
Fjárlaganefnd Alþingis fól í morgun fimm manna lögfræðinganefnd að vinna texta sem mið tekur af fyrirhuguðum breytingum á frumvarpinu. Nefndarmenn í fjárlaganefnd hafa lagt áherslu á að skerpa á efnahags- og lögfræðilegum fyrirvörum málsins. Vonir standa til þess, að fjárlaganefnd muni öll standa að afgreiðslunni.
Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna hafa lagt áherslu á
að réttarstaða landsins verði skýrari, þ.e. að dómstólar geti fjallað
um hugsanleg deiluefni er tengjast Icesave-samningnum við Breta og
Hollendinga, og einnig að tryggt sé með fyrirvörum að samningurinn
verði þjóðinni ekki of þungbær í efnahagslegu tilliti.