Gafst upp á lífi flóttamanns

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. mbl.is/Ómar

Gi­ovanna Spano, ís­lensk barn­s­móðir írasks flótta­manns sem er í fel­um í Dan­mörku, seg­ir þær aðstæður sem hann hafi búið við sem flóttamaður hafa átt stór­an þátt í því að upp úr sam­bandi þeirra slitnaði og hún flutti með son þeirra, sem þá var tveggja ára, til Íslands fyr­ir tveim­ur árum.

 „Ég var eig­in­lega bara búin að gef­ast upp á öllu þessu álagi. Aðstæður voru svo erfiðar og okk­ur var gert allt svo erfitt. Við vor­um búin að reyna allt en það vildi eng­inn hjálpa okk­ur" sagði hún er blaðamaður mbl.is ræddi við hana í morg­un.

Gi­ovanna seg­ist hafa talað við barns­föður sinn Ali Nayef í síma í morg­un en að hvorki hún né son­ur þeirra hafi séð hann í tæp tvö ár. Hann hafi sagt henni að til­vilj­un hafi ráðið því að hann var ekki í Bror­son kirkj­unni á Norðurbú er lög­regla réðst í nótt gegn flótta­mönn­um, sem þar höfuðst við.

Hún seg­ir Nayef hafa búið í sjö til átta ár í Dan­mörku. Hann hafi verið skráður sem flóttamaður í land­inu og farið reglu­lega og látið skrá­setja sig er þau bjuggu sam­an. Hann hafi hins veg­ar ekki mátt vinna og það hafi gert þeim mjög erfitt fyr­ir. Auk þess hafi hann búið við stöðugan ótta við að verða rek­inn úr landi.

Sjálf seg­ist Gi­ovanna hafa kynnst Nayef skömmu eft­ir að hún flutti til Dan­merk­ur er hún var sex­tán ára göm­ul. Þau hafi gift sig að ís­lömsk­um sið er hún var sautján ára og verið skráð í sam­band af dönsk­um yf­ir­völd­um.

Nayef hafi hins veg­ar ekki getað fengið land­vist­ar­leyfi á grund­velli hjón­bands þeirra þar sem hún hafi ekki upp­fyllt kröfu um að fólk þurfi að vera orðið 24 ára til að fá land­vist­ar­leyfi fyr­ir er­lend­an maka sinn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert