„Hagsmunir Kaupþings (gamla) og Glitnis (gamla) snúast ekki um að tryggja að Exista og eignir þess skili sem mestum arði til að unnt sé að endurgreiða skuldir félagsins. Þvert á móti snúast hagsmunir þeirra um að knýja Exista í gjaldþrot,“ segir Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista, í bréfi, dagsettu 7. ágúst, til skilanefndar Landsbankans sem Morgunblaðið hefur undir höndum.
Exista er móðurfélag Skipta (Símans), tryggingafélaganna VÍS og Lífís og eignaleigufyrirtækisins Lýsingar.
Núverandi eigendur Exista róa nú lífróður til að halda yfirráðum sínum yfir félaginu. Skilanefnd Glitnis hefur höfðað mál á hendur Exista vegna vangoldinna krafna.
Þá hefur skilanefnd Landsbankans ekki orðið við kröfu stjórnenda Exista um fund til að fara yfir málefni félagsins.
Fyrir hefur legið í nokkurn tíma að greiðslustöðvun vofir yfir félaginu. KPMG í Bretlandi og á Íslandi vinnur nú að beiðni erlendra kröfuhafa að endurskoðuðu mati á virði eigna Exista við gjaldþrot. Bráðabirgðaniðurstaða bendir til að endurheimtur kröfuhafa verði á bilinu 1-7%. Núverandi eigendur Exista telja að betur megi verja hagsmuni kröfuhafa með þeim úrræðum sem þeir leggi til. Innlendir kröfuhafar segja hins vegar að Exista sé í dag aðeins „regnhlíf yfir eignir“ og verðmæti undirliggjandi eigna muni ekki raskast við breytt eignarhald. Eigendurnir hafi í reynd tapað yfirráðum yfir félaginu