Nefnd vinnur að breytingum

Frá fundi fjárlaganefndar í gær. Kristján Þór Júlíusson, Ásbjörn Óttarsson, …
Frá fundi fjárlaganefndar í gær. Kristján Þór Júlíusson, Ásbjörn Óttarsson, Ólöf Nordal, Höskuldur Þórhallsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Guðbjartur Hannesson og Árni Þór Sigurðsson. Ómar Óskarsson

Fjár­laga­nefnd Alþing­is fól í morg­un fimm manna lög­fræðinga­nefnd að vinna texta sem mið tek­ur af fyr­ir­huguðum breyt­ing­um á frum­varpi um rík­is­ábyrgð Trygg­inga­sjóðs inni­stæðueig­enda vegna Ices­a­ve-reikn­inga Lands­bank­ans. Von­ast er til niður­stöðu seinni part­inn í dag eða í kvöld.

Nefnd­ina skipa Bene­dikt Boga­son, Helgi Áss Grét­ars­son, Páll Þór­halls­son, Ein­ar Gunn­ars­son og Ei­rík­ur Tóm­as­son, sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is.

„Við mun­um von­andi fá text­ann til um­fjöll­un­ar frá lög­fræðing­un­um eft­ir há­degi í dag og get­um þá tekið málið upp til um­fjöll­un­ar,“ sagði Guðbjart­ur Hann­es­son, formaður fjár­laga­nefnd­ar, í sam­tali við mbl.is.

Guðbjart­ur sagðist ekki geta nefnt í ná­kvæmis­atriðum hvaða efn­is­atriðum verði breytt, eða fyr­ir­vari sett­ur við viss atriði. Hins veg­ar lægi fyr­ir að helst vildu nefnd­ar­menn, einkum úr stjórn­ar­and­stöðuflokk­un­um, „skerpa“ á efna­hags- og lög­fræðileg­um fyr­ir­vör­um máls­ins. „Það er von­andi að all­ir geti sætt sig við þá niður­stöðu sem nú virðist í sjón­máli, og ég tel að það sé fullt til­efni til þver­póli­tískr­ar sátt­ar um málið,“ sagði Guðbjart­ur.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is hafa full­trú­ar stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna, Fram­sókn­ar­flokks, Sjálf­stæðis­flokks og Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar, lagt áherslu á að rétt­arstaða lands­ins verði skýr­ari, þ.e. að dóm­stól­ar geti fjallað um hugs­an­leg deilu­efni er tengj­ast Ices­a­ve-samn­ingn­um við Breta og Hol­lend­inga, og einnig að tryggt sé með fyr­ir­vör­um að samn­ing­ur­inn verði þjóðinni ekki of þung­bær í efna­hags­legu til­liti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert