Ökumaður jeppabifreiðar ók nánast inn í verslunina Hamraborg á Ísafirði á þriðja tímanum í dag. Bílnum hafði verið lagt í bílastæði fyrir utan verslunina og að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum varð ökumanninum á þau mistök að stíga á bensíngjöfina í stað bremsunnar með þessum afleiðingum.
Töluvert tjón varð á versluninni þar sem tvær rúður brotnuðu og einn gluggakarmurinn bognaði.