Rannsókn í samvinnu við SFO

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Kristinn Ingvarsson

„Við munum skiptast á upplýsingum við Breta og ég vonast til að geta fengið rannsakanda frá þeim hingað,“ segir Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara bankahrunsins, sem staðfesti við Morgunblaðið í gær að tekin yrði upp samvinna við sérstaka rannsóknarstofnun í Bretlandi sem rannsakar fjársvik, Serious Fraud Office (SFO). Sérfræðingar stofnunarinnar sendu Joly bréf eftir að hafa kynnt sér lánasýslu Kaupþings, þar sem boðin var samvinna og aðstoð við rannsókn á bankahruninu.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að ákveðið hafi verið á fundi þeirra Evu í gær að þiggja boð um samstarf.

Samstarf við Norðurlöndin er einnig í umræðunni og nefnir Joly þar sérstaklega föðurland sitt Noreg. Það komi í ljós á næstu dögum en von sé á fulltrúum Norðmanna til landsins til að funda með Ólafi Þór.

Joly á bókaðan fund með Richard Alderman, forstjóra SFO, hinn 11. september.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert