Sátt að nást um Icesave-frumvarp

Breytingartillögum fjárlaganefndar við Icesave-frumvarpið verður dreift á Alþingi á laugardag eða mánudag. Sátt hefur náðst í nefndinni um orðalag fyrirvara við Icesave-samningana og nefndarálit verða skrifuð á morgun. Þingflokkar á Alþingi koma saman klukkan 18 í dag.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis segir starfsfólk þingsins orðið óþreyjufullt að komast í sumarfrí en þingið á að koma aftur saman eftir sex vikur og allur undirbúningur þess er eftir.

 Ásta Ragnheiður segist ekki telja að það hafi verið mistök af ríkisstjórninni að skrifa undir Icesave-samninginn og gefa sér stuðning Alþingis. Hún segir að skilaboðin frá Alþingi í tíð fyrri ríkisstjórnar hafi verið skýr um að ljúka málinu með samningi. Hún segist vonast til þess að allir þingmenn standi saman að afgreiðslu málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka