Sátt að nást um Icesave-frumvarp

00:00
00:00

Breyt­ing­ar­til­lög­um fjár­laga­nefnd­ar við Ices­a­ve-frum­varpið verður dreift á Alþingi á laug­ar­dag eða mánu­dag. Sátt hef­ur náðst í nefnd­inni um orðalag fyr­ir­vara við Ices­a­ve-samn­ing­ana og nefndarálit verða skrifuð á morg­un. Þing­flokk­ar á Alþingi koma sam­an klukk­an 18 í dag.

Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir for­seti Alþing­is seg­ir starfs­fólk þings­ins orðið óþreyju­fullt að kom­ast í sum­ar­frí en þingið á að koma aft­ur sam­an eft­ir sex vik­ur og all­ur und­ir­bún­ing­ur þess er eft­ir.

 Ásta Ragn­heiður seg­ist ekki telja að það hafi verið mis­tök af rík­is­stjórn­inni að skrifa und­ir Ices­a­ve-samn­ing­inn og gefa sér stuðning Alþing­is. Hún seg­ir að skila­boðin frá Alþingi í tíð fyrri rík­is­stjórn­ar hafi verið skýr um að ljúka mál­inu með samn­ingi. Hún seg­ist von­ast til þess að all­ir þing­menn standi sam­an að af­greiðslu máls­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert