Enginn skortur á mjólk

Mjólkurvörur frá MS.
Mjólkurvörur frá MS.

Enginn skortur verður á mjólk frá MS í verslunum í Reykjavík í dag en um klukkan 1:30 í nótt lauk viðgerð á stjórnbúnaði sem stýrir framleiðslu á mjólkurvörum hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Snemma í morgun hófst svo dreifing á mjólk sem framleidd var hjá MS Akureyri og Selfossi og barst í nótt.

„Ræsing á tækjum hófst strax eftir að viðgerð lauk en framleiðsla hófst svo um kl. 06:00 í morgun á mjólk og fleiri afurðum. Það er því ljóst að enginn skortur verður á mjólk né öðrum vörum frá MS Reykjavík," samkvæmt fréttatilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert