Icesave ógnar ESB-aðild

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Jóhanna Sigurðarsdóttir, forsætisráðherra, á Alþingi.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Jóhanna Sigurðarsdóttir, forsætisráðherra, á Alþingi.

Sænska blaðið Dagens Nyheter segir í dag, að Bretar og Hollendingar hóti því að standa gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu staðfesti Íslendingar ekki samkomulag um Icesave-skuldbindingarnar.

Blaðið segir, að komist samkomulagið ekki í gegn um Alþingi sé ekki aðeins Evrópusambands-umsókn Ísland í uppnámi heldur einnig stór lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem Ísland þurfi á að halda til að endureisa efnahagslífið. Svigrúm til málamiðlana við Breta og Hollendinga sé lítið.

Á sama tíma minnki stuðningur á Íslandi við ESB-aðild hröðum skrefum.

Frétt Dagens Nyheder
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert