Laun umfram 400 þúsund lækki um 3-10%

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, oddvitar ríkisstjórnarflokkanna.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, oddvitar ríkisstjórnarflokkanna. mbl.is/Golli

Rík­is­stjórn­in samþykkti í morg­un að laun starfs­manna stjórn­ar­ráðsins, um­fram 400 þúsund krón­ur á mánuði, lækki um 3-10%. Þá verður öll­um akst­urs­samn­ing­um sagt upp og aðeins greitt eft­ir akst­urs­dag­bók og þröng­ar skorður verða sett­ar vegna ferðakostnaðar inn­an­lands. Áhersla er lögð á að hrinda aðgerðunum í fram­kvæmd sem fyrst.

Sam­kvæmt stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar á að gæta ítr­asta aðhalds í rekstri rík­is­ins. Leggja á af eða lækka veru­lega, þókn­an­ir fyr­ir nefnd­ir, setja á höml­ur á aðkeypta ráðgjafaþjón­ustu og marka skal þá stefnu að eng­in rík­is­laun verði hærri en laun for­sæt­is­ráðherra. Þá er ætl­un­in að sam­ræma regl­ur allra ráðuneyta um niður­skurð í ferða-, risnu- og bif­reiðakostnaði. Loks verða sjálf­stæðum hluta­fé­lög­um í eigu rík­is­ins sett­ar skýr­ar regl­ur um launa­stefnu og út­gjalda­stefnu í þess­um anda.

Minn­is­blað fjár­málaráðuneyt­is­ins um Launa­kostnað rík­is­ins, akst­urs­samn­inga, ferðakostnað, þókn­an­ir og risnu var lagt fram í rík­is­stjórn í morg­un og samþykkt að hrinda í fram­kvæmd til­lög­um sem þar eru sett­ar fram.

Laun lækki um 3-10%

Í fyrsta lagi er lagt til að heild­ar­lækk­un launa um­fram 400 þúsund krón­ur á mánuði hjá starfs­fólki stjórn­ar­ráðsins verði á bil­inu 3-10% og að lækk­un launa verði al­mennt meiri í ráðuneyt­um sem borga hærri meðallaun. Þá munu fjár­málaráðuneyti og hlutaðeig­andi fagráðuneyti út­færa leiðir til að ná fram sam­svar­andi lækk­un launa um­fram 400 þúsund krón­ur á mánuði hjá stofn­un­um rík­is­ins, í sam­starfi við for­stöðumenn. Ekki er gert ráð fyr­ir að dag­vinnu­laun verði lækkuð held­ur komi lækk­un­in fram í fækk­un ein­inga og yf­ir­vinnu­stunda. Áhersla er lögð á að kyn­bundn­um launamun verði út­rýmt eins og kost­ur er. Ljóst þykir að 3-10% lækk­un launa um­fram 400 þúsund á mánuði, muni ekki nægja til að mæta mark­miðum fjár­laga næsta árs um niður­skurð í út­gjöld­um ráðuneyta. ÞVí ligg­ur fyr­ir að frek­ari ráðstaf­ana er þörf.

Akst­urs­samn­ing­um sagt upp

Þá samþykkti rík­is­stjórn­in að segja upp öll­um akst­urs­samn­ing­um við starfs­menn rík­is­ins. Í staðinn verður aðeins greitt fyr­ir akst­ur skv. akst­urs­bók. Sá fyr­ir­vari er þó sett­ur að komi í ljós að ein­hverj­um tíma liðnum að lokaðir akst­urs­samn­ing­ar hafi í för með sér lægri kostnað fyr­ir hlutaðeig­andi stofn­un, get­ur for­stöðumaður henn­ar sent beiðni um end­ur­nýj­un akst­urs­samn­inga til Bíla­nefnd­ar sem tek­ur end­an­lega af­stöðu til þess hvort nýir samn­ing­ar verði gerðir.

Þrengri skil­yrði vegna ferðakostnaðar

Sam­kvæmt samþykkt rík­is­stjórn­ar­inn­ar verður starfs­mönn­um ein­göngu greitt skv. reikn­ingi vegna ferðalaga inn­an­lands. Hingað til hef­ur ferðakostnaðar­nefnd ákveðið dag­pen­inga vegna ferðalaga sem greidd­ir hafa verið, óháð út­lögðum kostnaði. Þá er skýrt tekið fram í samþykkt rík­is­stjórn­ar­inn­ar að ferðakostnaður fari ekki um­fram viðmið ferðakostnaðar­nefnd­ar. Dag­pen­ing­ar rík­is­starfs­manna vegna ferðalaga er­lend­is voru lækkaðir tíma­bundið frá 1. mars sl. um 10%. Þá var regl­um breytt sem fólu í sér lækk­un ferðakostnaðar ráðherra, af­nám ferðakostnaðar fyr­ir maka ráðherra og af­nám sérreglna um til­tek­inn hóp emb­ætt­is­manna.

Risnu­kostnaður lækki um 15%

Sam­kvæmt samþykkt rík­is­stjórn­ar­inn­ar verður áfram stuðst við nú­ver­andi regl­ur um risnu­hald hjá rík­is­stofn­un­um og þær áréttaðar, en stefnt að a.m.k. 15% lækk­un milli ára. Þá verður það á ábyrgð hvers ráðuneyt­is um sig að tryggja að nauðsyn­legs aðhalds sé gætt. Rík­is­stjórn­in tel­ur eðli­legt að lækk­un risnu­kostnaðar nái einnig til stofn­ana rík­is­ins.

Loks er í til­lög­un­um gert ráð fyr­ir að viðmiðun­ar­regl­ur um fyr­ir­komu­lag greiðslna fyr­ir störf í stjórn­um, ráðum, nefnd­um og starfs­hóp­um verði samþykkt­ar.

Í minn­is­blaðinu seg­ir að fjár­málaráðuneytið muni aðstoða ein­stök ráðuneyti við fram­an­greind verk­efni eins og þörf er á. Áhersla er lögð á að ráðuneyt­in hefji þegar und­ir­bún­ing að því að hrinda fram­an­greind­um ráðstöf­un­um í fram­kvæmd.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert