Margrét kalli til varamann

Þingflokkur Borgarahreyfingarinnar en Þráinn Bertelsson hefur ákveðið að segja sig …
Þingflokkur Borgarahreyfingarinnar en Þráinn Bertelsson hefur ákveðið að segja sig úr þingflokknum. Ómar Óskarsson

Stjórn Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar bein­ir þeim til­mæl­um til þing­flokks henn­ar að ráða nú þegar bót á sam­skipta­vanda sín­um og Mar­grét Tryggva­dótt­ir er hvött til að kalla til vara­mann sinn á þingi og íhuga stöðu sína sem þingmaður, að því er fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu frá þrem­ur meðlim­um stjórn­ar Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar.

Það er því af og frá að kenna sund­ur­lyndi stjórn­ar um hvernig þetta mál hef­ur rýrt trú­verðug­leika og traust Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar.

Stjórn Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar bein­ir þeim ein­dregnu til­mæl­um til þing­flokks Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar að ráða nú þegar bót á sam­skipta­vanda sín­um.

Jafn­framt bein­ir stjórn Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar þeim til­mæl­um til Mar­grét­ar Tryggva­dótt­ur að hún kalli til vara­mann sinn á þingi og íhugi stöðu sína sem þingmaður Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar.

Borg­ara­hreyf­ing­in, stefna henn­ar og hug­sjón­ir eru hafn­ar yfir ein­stak­ar per­són­ur. Stjórn Borg­ar­hreyf­ing­ar­inn­ar legg­ur þvi áherslu á að fólk axli ábyrgð á gjörðum sín­um séu þær þess eðlis að skaða trú­verðug­leika hreyf­ing­ar­inn­ar.

Borg­ara­hreyf­ing­in var stofnuð með það að mark­miði að vinna að heiðarleika og siðbót í ís­lensk­um stjórn­mál­um og átel­ur því þau vinnu­brögð sem leitt hafa af sér þá umræðu sem nú hef­ur átt sér stað um starfs­hætti Borg­ar­hreyf­ing­ar­inn­ar.“

Und­ir yf­ir­lýs­ing­una skrifa Guðmund­ur Andri Skúla­son, Ingifríður R. Skúla­dótt­ir og Sæv­ar Finn­boga­son.

Í til­efni af þess­ari yf­ir­lýs­ingu sendi Friðrik Þór Guðmunds­son frá sér eft­ir­far­andi yf­ir­lýs­ingu:

„1. Á stjórn­ar­fundi Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar í kvöld, 14. ág­úst 2009, skipti stjórn með sér verk­um á ný, í ljósi brott­hvarfs fjög­urra aðal­stjórn­ar­manna og sam­kvæmt niður­stöðum stjórn­ar­kosn­inga á auka-aðal­fundi hreyf­ing­ar­inn­ar 13. júní 2009. Formaður er Bald­vin Jóns­son (komst ekki á fund­inn í kvöld), vara­formaður Mar­grét Rósa Sig­urðardótt­ir, gjald­keri Björg Sig­urðardótt­ir, rit­ari Ingifríður R. Skúla­dótt­ir og meðstjórn­end­ur eru þau Þór Sa­ari (mætti ekki), Mar­grét Tryggva­dótt­ir (mætti ekki), Guðmund­ur Andri Skúla­son og Sæv­ar Finn­boga­son - sam­tals 8 í stjórn.

2. Und­ir­ritaður var fjöl­miðlafull­trúi hreyf­ing­ar­inn­ar í kosn­inga­bar­átt­unni í vor, en eft­ir kosn­ing­ar lauk því ólaunaða sjálf­boðaliðastarfi. Ég hef ekki komið ná­lægt slík­um "PR" mál­um síðan og þar með ekki að "PR" hörm­ung þeirri sem hreyf­ing­in hef­ur átt við að stríða. Fyr­ir um það bil tveim­ur sól­ar­hring­um óskaði stjórn hreyf­ing­ar­inn­ar eft­ir því að ég kæmi aft­ur til starfa sem (ólaunaður sjál­boðaliði) fjöl­miðlafull­trúi á ný. Í ljósi þess að Sátta­nefnd var í gangi og lík­ur til þess að vopna­hlé næðist þann stutta tíma sem eft­ir er til aðal­fund­ar þá sagði ég já. Hins veg­ar er þessi yf­ir­lýs­ing þriggja stjórn­ar­manna, af átta, hreinn og beinn löðrung­ur í and­litið á Sátta­nefnd­inni og þar með gras­rót­inni sem sendi Sátta­nefnd­ina á vett­vang. Í ljósi þess er þessu of­urstutta starfi mínu lokið, eft­ir aðeins tæpa tvo sól­ar­hringa eða svo. Ég kæri mig ekki um að bendla nafn mitt við svona al­manna­tengsla-slys og van­v­irðingu á störf­um Sátta­nefnd­ar­inn­ar!“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka