Ramos í 30 daga fangelsi

Hosmany Ramos
Hosmany Ramos

Bras­il­íumaður, sem hand­tek­inn var á Kefla­vík­ur­flug­velli í síðustu viku með falsað vega­bréf, var í dag dæmd­ur í 30 daga fang­elsi fyr­ir skjalam­is­notk­un. Maður­inn er eft­ir­lýst­ur í Bras­il­íu fyr­ir fyr­ir ýmis af­brot.

Maður­inn heit­ir Hos­many Ramos, 65 ára að aldri. Hann kom til Íslands frá Ósló 8. ág­úst en var á leið til Toronto í Kan­ada. Maður­inn fram­vísaði vega­bréfi ann­ars manns í vega­bréfa­skoðun á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Ramos hef­ur m.a. verið dæmd­ur fyr­ir mann­rán og morð. Smári Sig­urðsson hjá Alþjóðadeild rík­is­lög­reglu­stjóra sagði við Rík­is­út­varpið að haft verði sam­band við yf­ir­völd í Bras­il­íu og kannað hvort þau ætli að óska eft­ir því að hann verði fram­seld­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert