Reynt að ná sátt hjá Borgarahreyfingunni

Þingmenn Borgarahreyfingarinnar, Þráinn Bertelsson, Þór Saari, Margrét Tryggvadóttir og Birgitta …
Þingmenn Borgarahreyfingarinnar, Þráinn Bertelsson, Þór Saari, Margrét Tryggvadóttir og Birgitta Jónsdóttir Ómar Óskarsson

Sátta­nefnd Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar vinn­ur að því að reyna að ná sátt inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar. Sátta­nefnd­in treyst­ir sér ekki til þess að leysa per­sónu­leg ágrein­ings­efni en mun halda áfram að vinna að sátt­um inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar. Stjórn Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar hef­ur verið boðuð á fund síðdeg­is í dag.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu sem send hef­ur verið til fjöl­miðla. Jafn­framt var send út yf­ir­lýs­ing frá Birgittu Jóns­dótt­ur og Þór Sa­ari, þing­mönn­um Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar þar sem þau segja það ein­fald­lega af og frá að Mar­grét stundi ein­hverja rógs­her­ferð gegn Þráni Bertels­syni, „eða að henni gangi eitt­hvað illt til og við sem þekkj­um hana vit­um að vart er að finna heiðarlegri, heil­steypt­ari og hug­ul­sam­ari mann­eskju en kær­an fé­laga okk­ar Mar­gréti Tryggva­dótt­ur, að því er seg­ir í yf­ir­lýs­ingu þeirra Birgittu og Þórs.

Yf­ir­lýs­ing Sátta­nefnd­ar Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar

„Sátta­nefnd Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar, sem kjör­in var á fé­lags­fundi 6. ág­úst, hef­ur á liðinni viku átt fundi með öll­um kjörn­um full­trú­um borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar um þá sam­starfs­örðuleika sem ein­kennt hafa starf hreyf­ing­ar­inn­ar und­an­farn­ar vik­ur.

All­ir aðilar voru til­bún­ir að vinna með okk­ur að lausn mála en eins og ljóst er orðið var ágrein­ing­ur­inn þarna of djúp­stæður og per­sónu­leg­ur til þess að sætta alla aðila.

Það er ljóst að mörg ágrein­ings­efn­in stafa af skorti á skýr­um lög­um og verklags­regl­um þess­ar­ar ungu hreyf­ing­ar.

Sátta­nefnd­in treyst­ir sér ekki til þess að leysa per­sónu­leg ágrein­ings­efni en mun halda áfram að vinna að sátt­um inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar.

Sátt­ar­nefnd­in von­ast til þess að friður ríki um þá mik­il­vægu vinnu sem er framund­an við und­ir­bún­ing lands­fund­ar sem á meðal ann­ars að móta lög og verklags­regl­ur hreyf­ing­ar­inn­ar.

Sátta­nefnd­in harm­ar að sjá á eft­ir því góða fólki sem nú hef­ur sagt sig úr hreyf­ing­unni en hvet­ur það, og þá sem eft­ir eru í hreyf­ing­unni að ein­beita sér að fram­gangi þeirra stefnu­mála sem við urðum ásátt um við stofn­un Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar."

Yf­ir­lýs­ing Birgittu Jóns­dótt­ur og Þórs Sa­ari vegna um­fjöll­un­ar fjöl­miðla um þing­hóp Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar

„Vegna um­fjöll­un­ar fjöl­miðla um þing­hóp Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar og bréf Mar­grét­ar Tryggva­dótt­ur til stjórn­ar hreyf­ing­ar­inn­ar finnst okk­ur und­ir­rituðum úr þing­hóp­in­um til­efni til árétta eft­ir­far­andi.

Haft var sam­band við Mar­gréti af manni sem er vel inn í mál­um Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar og þing­manna henn­ar og sem einnig er sál­fræðimenntaður með mikla reynslu.

Lýsti hann áhyggj­um sín­um við Mar­gréti vegna yf­ir­lýs­inga og aðgerða samþing­manns okk­ar Þrá­ins Bertels­son­ar. Í fram­hald­inu hafði Mar­grét sam­band við fyrsta varaþing­mann Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar í kjör­dæmi Þrá­ins sem er einnig í stjórn hreyf­ing­ar­inn­ar til að fá lánaða dómgreind og leita ráða. Fyr­ir slysni fór póst­ur Mar­grét­ar á alla stjórn­ina. Hvor­ug­ar hafa sýnt neina til­b­urði til að sverta mann­orð Þrá­ins fyrr né síðar.

Mar­grét hafði þegar sam­band við stjórn­ina og bað hana fyr­ir trúnað með er­indið. Hins veg­ar kaus ein­hver eða ein­hverj­ir að gera málið tor­tryggi­legt og op­in­bert og með því skaða Borg­ara­hreyf­ing­una og aðra hlutaðeig­andi. Mar­grét hafði áður sent Þráni af­sök­un­ar­bréf.

Und­ir eðli­leg­um kring­um­stæðum hefði Mar­grét lýst áhyggj­um sín­um við stjórn hreyf­ing­ar­inn­ar sem hefði haldið full­um trúnaði um það. Sund­ur­lyndi inn­an stjórn­ar­inn­ar hef­ur hins veg­ar valdið því að mál þetta er orðið op­in­bert og er það miður.

Það er ein­fald­lega af og frá að Mar­grét stundi ein­hverja rógs­her­ferð gegn Þráni Bertels­syni eða að henni gangi eitt­hvað illt til og við sem þekkj­um hana vit­um að vart er að finna heiðarlegri, heil­steypt­ari og hug­ul­sam­ari mann­eskju en kær­an fé­laga okk­ar Mar­gréti Tryggva­dótt­ur".

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert