Segir þingmenn skorta dómgreind

Forsvarsmenn Borgarahreyfingarinnar á fundi fyrir kosningar.
Forsvarsmenn Borgarahreyfingarinnar á fundi fyrir kosningar.

Varamaður í stjórn Borgarahreyfingarinnar segir að þrír þingmenn Borgarahreyfingarinnar hafi í yfirlýsingum í dag gripið til ósanninda til varnar eigin skinni í þessu máli og það beri vott um dómgreindarbrest. 

Guðmundur Andri Skúlason hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar yfirlýsingar Þórs Saaris og Birgittu Jónsdóttur í dag. Segist hann hafa haft samband við Margréti Tryggvadóttur um leið og honum barst tölvupóstur þar sem Margrét fjallaði um Þráin Bertelsson. Segist Guðmundur Andri hafa beðið Margréti að hafa tafarlaust samband við Þráinn Bertelsson og biðjast afsökunar.

„Margrét neitaði hins vegar að hafa samband við Þráinn á þeirri forsendu að Þráinn hefði ekki fengið bréfið. Hún neitaði einnig að verða við þessari beiðni þegar Lilja Skaftadóttir síðar hringdi í sömu erindagjörðum. Það er því einfaldlega rangt að Margrét hafi sent Þráni afsökunarbréf áður en Þráni var tilkynnt um bréfið, þó henni hafi verið gefinn ríflegur tími til að hugsa hið rétta í stöðunni," segir Guðmundur Andri.

Hann segir, að  stjórnarmenn Borgarahreyfingarinnar hafi hingað til skilið sáttir á fundum sínum og unað niðurstöðu þeirra. Svo hafi einnig verið í þessu máli. Það sé því af og frá að kenna sundurlyndi stjórnar um hvernig þetta mál hafi rýrt trúverðugleika og traust Borgarahreyfingarinnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka