Leki sagður skaðar hagsmuni Íslands

00:00
00:00

Lík­urn­ar á þver­póli­tískri sátt í Ices­a­ve-mál­inu minnkuðu til muna eft­ir að trúnaðargögn úr fjár­laga­nefnd láku í fjöl­miðla seint í gær­kvöldi.  Málið er talið skaðlegt fyr­ir hags­muni Íslands gagn­vart Bret­um og Hol­lend­ing­um. Ekki er vitað hver lak gögn­un­um sem inni­halda drög­in af fyr­ir­vör­um við samn­ing­inn.  Sátta­vilji hef­ur nú vikið að ein­hhverju leyti fyr­ir tor­tryggni.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, seg­ir að lek­inn hjálpi ekki til við lausn máls­ins en trúnaðargögn­in voru sett á netið um miðnætti. Enn er deilt um málið í þing­flokki Vinstri grænna en langt hef­ur þó þokast í sam­komu­lags­átt þar síðustu tvo sól­ar­hring­ana.

Fund­ur fjár­laga­nefnd­ar í dag ræður hins­veg­ar úr­slit­um um hvort þver­póli­tísk sátt næst í mál­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert