Þráinn segir sig úr þingflokki

Margrét Tryggvadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Þráinn Bertelsson
Margrét Tryggvadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Þráinn Bertelsson mbl.is/Heddi

Þrá­inn Bertels­son þingmaður Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar hef­ur ákveðið að segja sig úr þing­flokki hreyf­ing­ar­inn­ar. Hann seg­ir bréf frá samþing­manni, Mar­gréti Tryggva­dótt­ur, til­raun til mann­orðsmorðs. Þrá­inn mun til­kynna þetta á Alþingi eft­ir helgi.

Á vef Mar­grét­ar Tryggva­dótt­ur, þing­manns Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar er birt brét sem Þrá­inn hef­ur sent henni þar sem hann seg­ist hafa gert stjórn Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar grein fyr­ir því að annaðhvort segi hann sig úr Borg­ara­hreyf­ing­unni eða stjórn­in reki Mar­gréti úr Borg­ara­hreyf­ing­unni og geri kröfu um að  hún segi af þér þing­mennsku.

„ Enn­frem­ur áskil ég mér all­an rétt til að lög­sækja þig fyr­ir róg­inn fyr­ir dóm­stól­um ef mér og lög­mönn­um mín­um þykir ástæða til þess, og grípa til allra aðgerða sem ég tel nauðsyn­leg­ar til að vernda orðspor mitt og mann­orð fyr­ir hinum “góðviljaða” róg­b­urði þínum," að því er seg­ir í bréfi Þrá­ins til Mar­grét­ar.

Tölvu­póst­ur frá samþing­manni hans Mar­gréti Tryggva­dótt­ur þar sem ýjað er að því að Þrá­inn sé með Alzheim­ar á byrj­un­arstigi virðist hafa hleypt öllu í bál og brand inn­an flokks­ins. Í tölvu­póst­in­um seg­ir m.a.;

„Ég hef mikl­ar áhyggj­ur af Þráni og þar sem þú þekk­ir hann vel og þekk­ir e.t.v. bet­ur inn á fjöl­skyldu hans eða for­sögu en mig lang­ar að bera þetta upp við þig. Kannski er það ímynd­un að þú sért bet­ur inn í hans mál­um en við en - það má alla vega reyna. Við höfðum áhyggj­ur af því snemma í sum­ar að hann væri að síga í eitt­hvert þung­lyndi en svo virt­ist það brá af hon­um. Ég ræddi við sál­fræðimenntaðan mann í dag sem er vel inni í mál­um hreyf­ing­ar­inn­ar og hann grun­ar að Þrá­inn sé með altzheimer á byrj­un­arstigi. Hann tók það skýrt fram að þetta væri ein­ung­is kenn­ing og auðvitað hef­ur hann ekki rann­sakað Þrá­inn. Ég hafði ekki leitt hug­ann að slíku þótt mér fynd­ist þetta skýra margt.“

Vef­ur Mar­grét­ar Tryggva­dótt­ur

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert