Veikir fyrirvarar verri en engir

InDefence hópurinn segir, að lítil vörn felist í þeim fyrirvörum við Icesave-samkomulagið, sem birtust í Morgunblaðinu í dag og þeir endurspegli ekki nýja lausn í málinu. Ólafur Elíasson, einn talsmanna hópsins, segir að veikir fyrirvarar séu verri en engir.

„Forsætisráðherra hefur lýst því yfir að hún vilji að fyrirvarar við ríkisábyrgð „rúmist innan samninganna", þ.e.a.s. að hún vilji veika fyrirvara sem Bretar og Hollendingar muni auðveldlega sætta sig við. Þeir fyrirvarar sem birtust í Morgunblaðinu þann 14. ágúst s.l. endurspegla ekki nýja lausn í Icesavemálinu. Í þeim er lítil vörn fyrir Íslendinga gagnvart meingölluðum Icesave samningum.

Ef fara á þá leið að samþykkja frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave samningana með fyrirvörum, er óhjákvæmilegt að fyrirvararnir séu nægilega sterkir og afgerandi til þess að í þeim sé raunveruleg vörn fyrir íslensku þjóðina. Fyrirvarar sem eitthvert hald er í fyrir Íslendinga, og fela í sér nýja lausn á Icesave deilunni, rúmast ekki innan fyrirliggjandi Icesave samninga," segir í tilkynningu frá InDefence. 

Ólafur Elíasson sagði við mbl.is, að veikir fyrirvarar í frumvarpinu um ríkisábyrgð gætu nýst Bretum og Hollendingum í næstu samningalotu um málið þar sem þeir gætu túlkað þá fyrirvara sem ýtrustu kröfur Íslendinga.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka