Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, sagði í viðtali við norska ríkisútvarpið síðdegis í gær að Íslendingar þyrftu að greiða reikninginn fyrir frjálshyggjutilraun hægrimanna þótt þeim þætti það súrt í brotið.
„Ég geri mér grein fyrir því að það er erfitt fyrir Íslendinga að greiða reikninginn fyrir þá risavöxnu hægritilraun sem þeir réðust í. Það er súrt að þurfa að greiða þennan reikning en mikilvægt er að Íslendingar geri upp við sig hvort þeir verði sammála Bretum og Hollendingum um hvernig tryggja eigi innistæðurnar,“ sagði Halvorsen.