Axli ábyrgð á hægritilraun

Kristin Halvorsen
Kristin Halvorsen STEFAN WERMUTH

Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, sagði í viðtali við norska ríkisútvarpið síðdegis í gær að Íslendingar þyrftu að greiða reikninginn fyrir frjálshyggjutilraun hægrimanna þótt þeim þætti það súrt í brotið.

„Ég geri mér grein fyrir því að það er erfitt fyrir Íslendinga að greiða reikninginn fyrir þá risavöxnu hægritilraun sem þeir réðust í. Það er súrt að þurfa að greiða þennan reikning en mikilvægt er að Íslendingar geri upp við sig hvort þeir verði sammála Bretum og Hollendingum um hvernig tryggja eigi innistæðurnar,“ sagði Halvorsen.

Norðmenn gagnrýndir

Áður hafði norski fréttavefurinn ABC Nyheter birt viðtal við Ögmund Jónasson heilbrigðisráðherra þar sem hann lét í ljósi óánægju með þá afstöðu norskra stjórnvalda að veita ekki Íslendingum lán vegna bankahrunsins nema deilan við Breta og Hollendinga um Icesave-reikningana yrði leyst.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert