Fagnar víðtækri samstöðu

Fjármálaráðherra í pontu
Fjármálaráðherra í pontu Eggert Jóhannesson

„Ég fagna því að þetta víðtæk samstaða tókst um af­greiðsluna, það er mjög gleðilegt,“ seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, um af­greiðslu fjár­laga­nefnd­ar á frum­varpi til laga um rík­is­ábyrgð vegna Ices­a­ve-samn­ings­ins. „Það styrk­ir okk­ur að geta snúið bök­um sam­an um af­greiðslu máls­ins.“

„Helst vildi ég auðvitað að Fram­sókn­ar­menn skoðuðu það að koma inn í þetta,“ seg­ir Stein­grím­ur og kveðst vona að svo fari á seinni stig­um.

Seg­ist Stein­grím­ur prýðilega sátt­ur við efn­is­legu niður­stöðuna, hún styrki um­gjörðina um málið af Íslands hálfu. Sam­eig­in­legt mark­mið allra hafi frá upp­hafi verið að tryggja sem sterk­asta stöðu þjóðar­inn­ar gagn­vart viðsemj­end­um sín­um. Þá séu fyr­ir­var­arn­ir mál­efna­leg­ir og sann­gjarn­ir.

„Ég fagna því að nefnd­in hafi lokið af­greiðslu máls­ins og þetta góða fólk sem eytt hef­ur mest­öllu sumr­inu í gríðarlega vinnu á hrós og þakk­ir skild­ar,“ seg­ir Stein­grím­ur og seg­ir hljóðið hafa verið gott í sam­flokks­fólki sín­um vegna máls­ins. „Það er áká­flega gott að fá far­sæla lausn á þessu máli og fá það frá þannig að það hætti að tefja fyr­ir og við get­um snúið okk­ur að upp­bygg­ing­ar­verk­efn­un­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert