Flatus lifir

Flatlus lifir að minnsta kosti á þessum vegg
Flatlus lifir að minnsta kosti á þessum vegg mbl.is/Jakob Fannar Sigurðsson

Í lítilli malarnámu í hlíðum Esjunnar stendur skjólveggur sem líklega er ætlað að verja farartæki fyrir sandfoki úr námunni. Í fjöldamörg ár hefur þessi veggur verið skotmark veggjakrotara og eitt veggjakrotið hefur verið alveg einstaklega lífseigt – á vegginn hefur verið skrifað, líklega allar götur frá 1991, „Flatus“, með einfaldri skrift og stundum hefur mátt sjá lengri útgáfur veggjakrotsins.

Þar sem stór hluti þjóðarinnar fer um þennan veg eða hefur líklega farið um hann annað slagið síðan 1991, má búast við því að mjög margir hafi velt fyrir sér hvað þetta veggjakrot á eiginlega að þýða. Einnig hafa örugglega margir velt því fyrir sér hvernig í ósköpunum stendur á því að jafnharðan og málað er yfir veggjakrotið, er það komið aftur á vegginn.

Gátan verður ekki leyst hér og nú því þrátt fyrir talsverða eftirgrennslan hefur ekki tekist að finna áreiðanlega skýringu á fyrirbærinu. Einhverju ljósi verður varpað á málið í þeirri von að fleiri vísbendingar kunni að finnast í framtíðinni. Það hafa margir hváð þegar ekið er þessa leið og hafa sögur heyrst af algengum mislestri því margir telja að á veggnum standi „Flatlús lifir!“

Slíkar upphrópanir í bíl, t.d. á leið suður eftir verslunarmannahelgi geta valdið talsverðu uppnámi á meðal farþega, að sögn viðmælanda. Margt bendir þó til þess að ákveðið ferli hafi átt sér stað á vegg malarnámunnar, í það minnsta frá 1991.

Í byrjun á að hafa staðið Flatus á veggnum. Flatus er latína yfir iðragas og segir ein lífseigasta sagan að strákar á ferðalagi að norðan hafi krotað orðið á vegginn, mögulega fyrir árið 1991 og jafnvel svo snemma sem 1988. Síðan hafi einhver grallarinn málað „L“ inn á milli og kommu yfir ú-ið þannig að þar hafi þá staðið Flatlús. Nánar er fjallað um flatus í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert