„Góð lending fyrir Ísland“

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Kristinn Ingvarsson

„Ég styð þessa niður­stöðu, þetta eru skýr­ir fyr­ir­var­ar og breið samstaða um þá sem er gríðarlega mik­il­væg,“ seg­ir Guðfríður Lilja Grét­ars­dótt­ir, þing­flokks­formaður Vinstri grænna, um frum­varp um rík­is­ábyrgð vegna Ices­a­ve-samn­ing­anna í nú­ver­andi mynd. Hún hafði áður lýst því yfir að hún gæti ekki samþykkt frum­varpið í sinni upp­runa­legu mynd.

„Ég held að þetta sé góð lend­ing fyr­ir Ísland, ekki síst í ljósi þess að það er svona breið samstaða um hana“ seg­ir Guðfríður Lilja. „Jafn­vel þótt að Fram­sókn hafi ekki staðið að niður­stöðunni þá hef­ur hún lagt til mál­anna og þetta hef­ur þannig verið unnið á þver­póli­tísk­um grunni.“

Guðfríður Lilja tel­ur að fyr­ir­var­arn­ir styrki stöðu Íslands í mál­inu til muna. Þá tel­ur hún að með þeim komið hafi verið til móts við þá sem harðast lögðust gegn ábyrgðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert