„Góð lending fyrir Ísland“

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Kristinn Ingvarsson

„Ég styð þessa niðurstöðu, þetta eru skýrir fyrirvarar og breið samstaða um þá sem er gríðarlega mikilvæg,“ segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, um frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna í núverandi mynd. Hún hafði áður lýst því yfir að hún gæti ekki samþykkt frumvarpið í sinni upprunalegu mynd.

„Ég held að þetta sé góð lending fyrir Ísland, ekki síst í ljósi þess að það er svona breið samstaða um hana“ segir Guðfríður Lilja. „Jafnvel þótt að Framsókn hafi ekki staðið að niðurstöðunni þá hefur hún lagt til málanna og þetta hefur þannig verið unnið á þverpólitískum grunni.“

Guðfríður Lilja telur að fyrirvararnir styrki stöðu Íslands í málinu til muna. Þá telur hún að með þeim komið hafi verið til móts við þá sem harðast lögðust gegn ábyrgðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka