Hagvöxtur stýri greiðslum

Fjárlaganefnd á fundi.
Fjárlaganefnd á fundi. Ómar Óskarsson

Fyr­ir­varn­ir sem full­trú­ar allra flokka nema Fram­sókn­ar­flokks­ins í fjár­laga­nefnd samþykktu, vegna frum­varps um rík­is­ábyrgð Trygg­inga­sjóðs inn­stæðueig­enda, eiga að tryggja að greiðslur vegna Ices­a­ve verði ekki of íþyngj­andi fyr­ir þjóðina.

Full­trú­ar fjög­urra flokka náðu sam­an um efna­hags­lega fyr­ir­vara sem eiga að tryggja að greiðslur af lán­um frá Bret­um og Hol­lend­ing­um, vegna Ices­a­ve-reikn­inga Lands­bank­ans, verði ekki of íþyngj­andi. Guðbjart­ur Hann­es­son, formaður fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is, seg­ir að sátt hafi náðst um þá til­lögu, sem greint var frá í Morg­un­blaðinu á föstu­dag, að þróun hag­vaxt­ar myndi stýra greiðslum. Ef hann væri eng­inn myndu eng­ar greiðslur eiga sér stað. „Það var tek­ist á um efna­hags­legu til­lög­urn­ar og ég tel þetta vera ásætt­an­lega niður­stöðu,“ sagði Guðbjart­ur.

Þá náðist einnig sátt um að dóm­stól­ar myndu skera úr um hvernig greiðslum úr þrota­búi Lands­bank­ans yrði háttað, þ.e. hvernig röð kröfu­hafa yrði.

Þór Sa­ari, full­trúi Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar í fjár­laga­nefnd, beitti sér einnig fyr­ir því að sér­stakt ákvæði yrði í frum­varp­inu sem legði áherslu á að rann­saka til fulls, hvað hefði orðið um það fé sem lagt var inn á Ices­a­ve-reikn­ing­anna í Hollandi og Bretlandi, og reynt yrði að end­ur­heimta það.

Breyt­ing­ar­til­lög­urn­ar sem samþykkt­ar voru í nótt af full­trú­um fjög­urra flokka, má sjá hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert