Mun samþykkja ríkisábyrgðina

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra
Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra Kristinn Ingvarsson

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, hyggst greiða atkvæði með frumvarpi um ríkisábyrgð vegna Icesave þegar málið verður lagt fyrir Alþingi. Hann hefur hingað til verið talinn fremur andsnúinn ábyrgðinni. „Ég mun standa við þessa þverpólitísku niðurstöðu í málinu,“ segir Ögmundur.

Segist Ögmundur ánægður með fyrirvarana sem fjárlaganefnd hefur samþykkt við frumvarpið og að breið samstaða hafi náðst um þá.

„Ég er mjög ánægður að það skuli hafi náðst breið samstaða um fyrirvara við ríkisábyrgðina,“ segir Ögmundur. Með þeim segir hann að hagsmunir þjóðarinnar séu betur varðir og möguleikanum á að leita til dómstóla haldið til haga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert