Neitar ásökun um morð

Hosmany Ramos
Hosmany Ramos

Brasilíumaðurinn Hosmany Ramos, sem var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku, neitaði því í samtali við mbl.is í morgun að hann hefði verið dæmdur fyrir mannrán og morð.

Ramos, sem er 65 ára að aldri, kom til Íslands frá Ósló 8. ágúst og var á leið til Toronto í Kanada. Hann var dæmdur í 30 daga fangelsi í gær fyrir skjalamisnotkun.

Ramos neitaði því í samtali við mbl.is að hann hefði verið með falsað vegabréf eins og hann væri sakaður um. Samt neitaði hann því að hann hefði verið með eigið vegabréf, kvaðst hafa verið með vegabréf manns sem líktist sér.

Ramos kvaðst hafa boðið sig fram til forseta í Brasilíu til að berjast gegn eyðingu Amason-regnskóganna. Ásakanirnar um morð og mannrán væru  liður í ófrægingarherferð brasilískra yfirvalda sem vildu hann feigan vegna baráttu hans gegn skógareyðingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert