Samkomulag í fjárlaganefnd

Af fundi fjárlaganefndar
Af fundi fjárlaganefndar Heiðar Kristjánsson

Fyr­ir­var­ar um rík­is­ábyrgð vegna Ices­a­ve-sam­komu­lags­ins voru af­greidd­ir úr fjár­laga­nefnd Alþing­is um hálf þrjú leytið í nótt. Var það gert með stuðningi allra flokka nema Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Hösk­uld­ur Þór­halls­son, full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins, í fjár­laga­nefnd sagði í sam­tali við Rík­is­út­varpið að hann hefði boðist til að út­færa breyt­ing­ar­til­lögu sem lögð yrði fyr­ir nefnd­ina í dag en að á það hafi ekki verið fall­ist. Æskilegt hefði verið að meiri tími hefði verið gef­inn til að af­greiða málið.

Þór Sa­ari, þingmaður Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar, seg­ir að mik­il­væg­ir efna­hags­leg­ir fyr­ir­var­ar hafi náðst fram, meðal ann­ars verði greiðslur miðaðar við hag­vöxt en ekki lands­fram­leiðslu auk þess sem dregið hafi verið úr geng­isáhættu. Með þess­um breyt­ing­um sé tryggt að lífs­kjör Íslend­inga skerðist ekki vegna þess­ara skuld­bind­inga.

Unnið verður að nefndarálit­um og grein­ar­gerðum með til­lög­un­um um helg­ina en ekki er bú­ist við að önn­ur umræða fari fram á þing­inu fyrr en í fyrsta lagi á þriðju­dag, að því er fram kem­ur á vef Rík­is­út­varps­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert