Sýndarmennska sem Bretar og Hollendingar geta vel fellt sig við

Kristján Þór Júlíusson, Ásbjörn Óttarsson, Ólöf Nordal, Höskuldur Þórhallsson, Sigmundur …
Kristján Þór Júlíusson, Ásbjörn Óttarsson, Ólöf Nordal, Höskuldur Þórhallsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Guðbjartur Hannesson og Árni Þór Sigurðsson. Ómar Óskarsson

„Okk­ur finnst þess­ir fyr­ir­var­ar ekki ganga nægi­lega langt,“ seg­ir Hösk­uld­ur Þór­halls­son, full­trúi Fram­sókn­ar­flokks í fjár­laga­nefnd. Hann seg­ir fyr­ir­var­ana við frum­varp um rík­is­ábyrgð vegna Ices­a­ve vera þýðing­ar­lausa sýnd­ar­mennsku. „Þetta er eitt­hvað sem Hol­lend­ing­ar og Bret­ar geta að sjálf­sögðu vel fellt sig við. Það á við um flesta fyr­ir­var­ana, þeir eru nán­ast all­ir sama marki brennd­ir.“

Hösk­uld­ur seg­ir að bar­átta und­an­far­inna mánaða hafi þó sem bet­ur fer leitt til að gerðir voru ein­hverj­ir fyr­ir­var­ar við málið. „Og það er já­kvætt, það má al­veg halda því til haga.“

„Ices­a­ve-samn­ing­arn­ir eru ein­hverj­ir verstu samn­ing­ar sem eitt ein­stakt ríki hef­ur gert,“ seg­ir Hösk­uld­ur og kveðst helst hafa viljað semja upp á nýtt við Breta og Hol­lend­inga. 

Höskuldur Þórhallsson
Hösk­uld­ur Þór­halls­son Bragi —r J—sefs­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert