Djúpt vantraust

Icesave-samningur eða ekki, vantraustið er mikið.
Icesave-samningur eða ekki, vantraustið er mikið.

Á vefsíðu Financial Times er í dag fjallað um breytingatillögur fjárlaganefndar við frumvarp um ríkisábyrgð Tryggingasjóðs innistæðueigenda vegna Icesave-reikninga Landsbankans. Þar er sagt að reiknað sé með að Alþingi samþykki tillögurnar og að bresk og hollensk yfirvöld þurfi síðan að ákveða hvort þau sætti sig við þær.

„Reykjavik vonast til að Icesave-samningurinn endurreisi traust á efnahagskerfi landsins nærri ári eftir að þrír helstu viðskiptabankar landsins hrundu. En í könnun meðal 60 stærstu fjármálastofnana kemur í ljós hversu djúpt vantraustið er.

Ríflega 90 prósent þeirra sem Norton Rose, breska lögfræðiskrifstofan töluðu við (í könnuninni) sögðu að það væri „ólíklegt" og mjög „ólíklegt" að þau myndu fjárfesta á ný á Íslandi. Gríðarlegur meirihluti þeirra sagðist eiga von á löngu óvissutímabili í fjármálageira landsins. Heil 98% þeirra sem svöruðu töldu yfirvöld ekki hafa komið fram af sanngirni við alþjóðlegar lánastofnanir," segir í grein Financial Times.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert