„Ég er ánægður með að menn skuli hafa verið tilbúnir að hlusta á mínar ábendingar og skoða þær gaumgæfilega. Ef það er svo að dómstólar muni skera úr um það með hvaða hætti eigi að úthluta úr búi Landsbankans, þá finnst mér það vel ásættanlegt. Það gleður mitt litla hjarta,“ sagði Ragnar H. Hall hrl. í samtali við Morgunblaðið í gær.
Einn af fyrirvörum við frumvarp um ríkisábyrgð Tryggingasjóðs innstæðueigenda er á þann veg dómstólar úrskurði um röð kröfuhafa.
„Ég tel að samningurinn hafi alls ekki verið í takt við íslensk lög og reglur og ekki verið Íslandi í hag. Þetta bætir úr því og það er, eins og áður segir, gleðilegt.“