„Allir samningar eru þannig að þeir eru opnir undir túlkun og ég tel að með skapandi hugsun sé hægt að færa rök fyrir því að þessar breytingatillögur rúmist innan marka samninganna en það er svo mitt hlutverk og annarra ráðamanna að sannfæra kollega okkar í öðrum löndum um þetta og það kann að reynast þrautin þyngri en það er ekki komið af því," sagði Össur í kvöldfréttum Stöðvar 2 er hann var inntur eftir því hvort breytingatillögurnar kölluðu á nýjar viðræður við Breta og Hollendinga.