Ökumaður rútu með erlenda ferðamenn á leið í Kerlingafjöll missti stjórn á henni er vegkanturinn gaf sig um klukkan þrjú í dag. Að sögn bílstjórans er ein kona með eymsli í öxl en aðrir sluppu ómeiddir.
Tuttugu og sex manns voru um borð í rútunni. Bílstjórinn sagði í samtali við mbl.is að stutt hafi verið eftir á áfangastað og að farþegarnir hafi verið ferjaðir þangað í smærri bílum. Hann var bjartsýnn á að það tækist að draga rútuna upp á veg á ný og að skemmdir væru ekki miklar.