Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, kemur til landsins þann 20. ágúst í þeim tilgangi að taka þátt í utanríkisráðherrafundi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja sem hér mun standa yfir 20. - 21. ágúst. Umræðuefni fundarins verða meðal annars stefna ESB gagnvart Eystrasaltsríkjunum, efnahagskreppan og ástandið í Afganistan og Pakistan.
Svíar fara nú með formennsku innan ESB.