Gott fordæmi fyrir fátæk ríki

Silja Bára Ómarsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir ekki ólíklegt að Bretar og Hollendingar geri Íslandi gagntilboð á grundvelli þeirra fyrirvara sem meirihluti fjárlaganefndar vill setja við samninginn.

Sú stefna að ábyrgjast ekki meiri skuldir en ríkið þolir og samþykkja ekki erlenda lántöku fyrir afborganir eða sölu ríkisfyrirtækja, segir Silja að geti fyrir mikilvæg fyrir önnur fátæk ríki. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi rekið harða stefnu um einkavæðingu og sölu ríkiseigna til að rétta af fjárhag skuldugra ríkja. Fátæk ríki hafi verið ósátt við þessa stefnu enda hafi hún oft haft slæmar afleiðingar. Þau muni horfa til Íslands sem fordæmis, náist fyrirvararnir í gegn.

Silja Bára segir ljóst að nú taki við samningaviðræður við Breta og Hollendina hvort sem þær verði formlegar eða óformlegar. Það sé ekki hægt að senda tilboð án þess að ræða við kóng eða prest. Ef að vel takist til að kynna fyrirvaranna sé mögulegt að þeir sætti sig við þá. Ef ekki sé líklegt að þeir sendi inn gagntilboð til þingsins. Icesave-málinu sé því ekki endilega lokið þótt því hafi verið komið út úr þinginu. Það sé nú í höndum viðsemjendanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert