Hamingjan jafnmikil og hún var fyrir kreppuna

hamingja
hamingja AP

Íslendingar eru næstum jafnhamingjusamir og þeir voru áður en kreppan skall á. Þetta eru niðurstöður nýrra kannana Lýðheilsustöðvar á áhrifum efnahagsþrenginganna á heilsu og líðan Íslendinga. Niðurstöðurnar verða kynntar í dag á ráðstefnu um velferð íslenskra barna og sóknarfæri á umbrotatímum.

Strax eftir að kreppan skall á í október gerði Lýðheilsustöð könnun á heilsu og líðan Íslendinga á aldrinum 18 til 80 ára. Úrtakið var 1.200 manns sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá. Alls tóku 60 prósent þeirra þátt í könnuninni sem var endurtekin í janúar og svo aftur í júní í sumar.

Fjölmargir bjartsýnir

„Þótt einhverjir séu svartsýnir eru fjölmargir bjartsýnir. Meðaltal hamingju Íslendinga í þremur könnunum er 7,8 á skalanum 1 til 10 en algengt meðaltal Íslendinga er 8. Evrópumeðaltalið frá 2003 er 7,2. Við erum ekki öll að brotna niður. Við erum enn langt yfir Evrópumeðaltalinu þá,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar.

Að sögn Dóru Guðrúnar hefur Lýðheilsustöð haldið námskeið fyrir fagfólk í samvinnu við Háskólann í Reykjavík um hvaða áhrif það hefur að beina sjónum að styrkleika í starfi og þeim möguleikum sem eru fyrir hendi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka