Íslendingar eru næstum jafnhamingjusamir og þeir voru áður en kreppan skall á. Þetta eru niðurstöður nýrra kannana Lýðheilsustöðvar á áhrifum efnahagsþrenginganna á heilsu og líðan Íslendinga. Niðurstöðurnar verða kynntar í dag á ráðstefnu um velferð íslenskra barna og sóknarfæri á umbrotatímum.
Strax eftir að kreppan skall á í október gerði Lýðheilsustöð könnun á heilsu og líðan Íslendinga á aldrinum 18 til 80 ára. Úrtakið var 1.200 manns sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá. Alls tóku 60 prósent þeirra þátt í könnuninni sem var endurtekin í janúar og svo aftur í júní í sumar.
Að sögn Dóru Guðrúnar hefur Lýðheilsustöð haldið námskeið fyrir fagfólk í samvinnu við Háskólann í Reykjavík um hvaða áhrif það hefur að beina sjónum að styrkleika í starfi og þeim möguleikum sem eru fyrir hendi.