Milljarðalán Björgólfsfeðga í innheimtu

Magnús Þorsteinsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson.
Magnús Þorsteinsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson. mbl.is/Kristinn

Kaupþing mun ekki ganga að tilboði Björgólfsfeðga um niðurfellingu helmings sex milljarða króna skuldar þeirra við bankann. Málið er komið í innheimtuferli. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Kaupþings, staðfesti þetta í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Krafa Kaupþings á hendur þeim feðgum er m.a. vegna kaupa Samsons ehf. á 45,8% hlut ríkisins í Landsbankanum árið 2002. Upphaflega hljóðaði lánið upp á 3,4 milljarða króna en stendur í dag í tæpum 6 milljörðum með dráttarvöxtum og öðrum áföllnum kostnaði.

Samson er eignarhaldsfélag í eigu Björgólfsfeðga og á þeim tíma einnig Magnúsar Þorsteinssonar. Björgólfsfeðgar eru í persónulegri ábyrgð fyrir láninu.

Hægt verður að ganga að eignum Björgólfs Thors hér á landi verði hann ekki borgunarmaður fyrir skuldinni við Kaupþingi, en slíkt sé þó oft erfiðleikum háð. Björgólfur Guðmundsson var  lýstur gjaldþrota fyrr í lok júlí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert