Mótmælt við danska sendiráðið

Fámennur hópur stóð fyrir mótmælunum.
Fámennur hópur stóð fyrir mótmælunum. mbl.is/Eggert

Fámennur hópur stendur við danska sendiráðið við Hverfisgötu en fólkið er að sýna samstöðu með Írökum sem verið er að vísa úr landi í Danmörku. Meðal þeirra sem vísa á úr landi er Ali Nayef, sem á  fjögurra ára son á Íslandi og hefur lýst vilja til að komast til Íslands.

Fólkið hefur hellt rauðum vökva á sendiráðsbygginguna og kastað ávöxtum í hana. Ekki er vitað hvort lögreglan hefur handtekið einhverja en hún er á staðnum.

Rauðum lit var skvett á útihurð sendiráðsins.
Rauðum lit var skvett á útihurð sendiráðsins. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert