Fámennur hópur stendur við danska sendiráðið við Hverfisgötu en fólkið er að sýna samstöðu með Írökum sem verið er að vísa úr landi í Danmörku. Meðal þeirra sem vísa á úr landi er Ali Nayef, sem á fjögurra ára son á Íslandi og hefur lýst vilja til að komast til Íslands.
Fólkið hefur hellt rauðum vökva á sendiráðsbygginguna og kastað ávöxtum í hana. Ekki er vitað hvort lögreglan hefur handtekið einhverja en hún er á staðnum.