Óttast íslenskan spekileka

Margir hafa þegar yfirgefið landið í leit að betri framtíð. …
Margir hafa þegar yfirgefið landið í leit að betri framtíð. Viðskiptaráðherra vonast til þess að fólksflutningurinn verði hægur og bendir á jákvæðar langtímahorfur. mbl.is/Ómar

Fjallað er um fólks­flutn­inga frá Íslandi á vef Deutsche Welle. Þar er sér­stak­lega rætt um svo­kallaðan spekileka, eða at­gervis­flótta (e. brain drain) í kjöl­far hruns­ins, þ.e. þegar vel menntað fólk fer í leit að tæki­fær­um í öðrum lönd­um. Haft er eft­ir Gylfa Magnús­syni viðskiptaráðherra að hann ótt­ist þessa þróun.

Í grein­inni er fjallað um það hvernig er­lendu vinnu­afli fjölgað hér mikið á þenslu­ár­un­um. Nú hafi flest­ir þeirra yf­ir­gefið landið í kjöl­far banka­hruns­ins. Marg­ir Íslend­ing­ar fylgi nú á eft­ir í leit að betri framtíð. Þeir vilji kom­ast hjá skatta­hækk­un­um og niður­skurði. Auk þess sem marg­ir ótt­ast aukið at­vinnu­leysi.

Greint er frá því að flest­ir haldi til Nor­egs, en bú­ist sé við því að um 1000 Íslend­ing­ar fari þangað fyr­ir árs­lok. Það sé mik­il blóðtaka fyr­ir litla þjóð. Meðal þeirra sem fari eru tækni- og sér­menntað fólk sem á góða mögu­leika á því að finna vinnu í öðru landi. 

Helm­ing­ur­inn flutt­ur til Nor­egs

Rætt er við Atla Stein Guðmunds­son, sem er 35 ára gam­all, sem ætl­ar ásamt unn­ustu sinni að flytja til Nor­egs eða Hol­lands um leið og hann hef­ur lokið MA-námi sínu við Há­skóla Íslands. Hann seg­ir að um helm­ing­ur vina sinna hafi þegar flutt til Nor­egs. Hinn helm­ing­ur­inn sé að íhuga málið.

Í grein­inni seg­ir að margt ungt vel menntað fólk hygg­ist stefna út í nám, t.d. til Bret­lands eða Banda­ríkj­anna, í stað þess að vera áfram í óviss­unni á Íslandi í vet­ur.

Lang­tíma­horf­ur á Íslandi góðar

Gylfi Magnús­son viðskiptaráðherra seg­ir þetta vera slæm­ar frétt­ir. Hann seg­ir að það sé mjög al­var­legt mál ef allt unga fólkið sem nú sé úti í námi muni ekki snúa aft­ur heim. Það sama eigi við ef það vel menntaða fólk sem sé hér á landi yf­ir­gefi það og komi ekki aft­ur.

Gylfi von­ast hins veg­ar til þess að flutn­ing­ur fólks úr landi verði hæg­ur. Hann bend­ir á að lang­tíma­horf­ur á Íslandi séu góðar. „Ríki um all­an heim eiga einnig í vanda, svo tæki­fær­in er­lend­is eru endi­lega ekk­ert það góð held­ur.“

Grein­in í heild.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert