Segir sig úr stjórn Borgarahreyfingarinnar

Styr stendur um Borgarahreyfinguna.
Styr stendur um Borgarahreyfinguna. mbl.is/Heiðar

Sævar Finnbogason hefur sagt sig úr stjórn Borgarahreyfingarinnar. Hann hyggst þó ekki segja sig úr hreyfingunni. Í yfirlýsingu segir Sævar orðspor Borgarahreyfingarinnar statt í öngstræti og að hún stefni í að verða það sem hreyfingin ætlaði að berjast gegn.

Sævar sagðist í yfirlýsingu 13.ágúst ekki myndu setjast sem aðalmaður í stjórn og ennfremur segja af sér sem varamaður í stjórn Borgarahreyfingarinnar ef Margrét Tryggvadóttir, þingmaður, axlaði ekki ábyrgð á „margnefndu tölvubréfi sínu.“ Það hefði hins vegar ekki gerst.

Sævar kveðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með viðbrögð þingmannanna þriggja, Þórs Saari, Margrétar Tryggvadóttur og Birgittu Jónsdóttur, þó þau hafi ekki komið honum mjög á óvart. Þá velti hann fyrir sér „á hvaða vegferð stjórnmálahreyfing er sem greiði atkvæði gegn sinni eigin kosningastefnu í stórmáli eins og ESB aðildarumsókn sé.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert