Þráinn úr þingflokknum

00:00
00:00

Lesið var upp bréf frá Þráni Bertels­syni, alþing­is­manni, í upp­hafi þing­fund­ar á Alþingi í dag, þar sem hann lýs­ir því yfir að hann sé geng­inn úr þing­flokki Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar og hafi slitið öllu sam­starfi við það fólk, sem telji orðheldni til marks um al­var­lega heila­bil­un.

Vís­ar Þrá­inn þar til tölvu­bréfs, sem Mar­grét Tryggva­dótt­ir, þingmaður Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar, sendi ný­lega til stjórn­ar flokks­ins þar sem hún ýjaði að því að Þrá­inn kunni að vera með Alzheimer sjúk­dóm­inn á byrj­un­arstigi.

Mar­grét tók til máls eft­ir að bréf Þrá­ins hafði verið lesið upp og bað hann af­sök­un­ar á bréf­inu. Sagði hún að um væri að ræða mann­leg mis­tök og ætl­un­in hefði ekki verið að skaða mann­orð þing­manns­ins eða veit­ast að per­sónu hans. 

Fram kom í bréfi Þrá­ins, að hann ætl­ar að starfa áfram sem óháður þingmaður. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert