Víðtæk kynning heima og erlendis

Alþingi
Alþingi mbl.is/Ómar

Allir sendiherrar erlendra ríkja á Íslandi verða upplýstir um stöðu Icesave-frumvarpsins í dag auk þess sem það verður kynnt fyrir fulltrúum Evrópusambandsins í Brussel á sama tíma.

Staðan kynnt

Frumvarpið getur tekið breytingum í meðförum þingsins og segir Össur að viðsemjendum hafi verið gerð grein fyrir því. Hann segir mikilvægt að halda Evrópusambandsþjóðum og sérstaklega Frökkum og Þjóðverjum upplýstum um málið og því verði það kynnt þeim í dag. Hann vill ekki tjá sig um fyrstu viðbrögð Breta og Hollendinga en segir að afstaða þeirra kunni að breytast eftir því sem þeir skoði málið betur. „Ég treysti mér sjálfur til þess að rökstyðja það með sannfærandi rökum að þessar breytingartillögur fjárlaganefndarinnar rúmist innan ramma samningsins en ég dreg enga dul á það að það getur orðið nokkur torfæra að sannfæra menn handan landsteina um það.“

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra áréttar að Bretum og Hollendingum verði áfram haldið upplýstum. „Ég vona að þeir verði skilningsríkir,“ segir hann.

Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður fjárlaganefndar, segir enn mikla vinnu eftir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert