Áhyggjur af framsali auðlindaréttar

Brynjar Gauti

Guðbrand­ur Ein­ars­son, odd­viti minni­hlut­ans í Reykja­nes­bæ, hef­ur áhyggj­ur af því að einkaaðilar kunni að öðlast yf­ir­ráð yfir at­vinnu­upp­bygg­ingu í bæj­ar­fé­lag­inu. Bær­inn hef­ur fram­selt af­not af auðlind­um HS Orku til allt að 130 ára. Þetta kom fram í kvöld­frétt­um Rík­is­sjón­varps­ins. 

Þar kom fram að við sölu á hlut Reykja­nes­bæj­ar í HS Orku til Geys­is Green Energy í síðasta mánuði hafi bær­inn fram­selt af­nota­rétt á auðlind­um HS Orku í Svartsengi og Höfn­um. Framsalið gild­ir í 65 ár og eiga eig­end­ur HS Orku rétt á viðræðum um fram­leng­ingu rétt­ar­ins þegar helm­ing­ur um­sam­ins af­nota­tíma er liðinn.

Fari svo að Orku­veit­an selji kanadíska orku­fyr­ir­tæk­inu Magma Energy þriðjungs­hlut­inn í HS Orku verður fyr­ir­tækið nán­ast að fullu í eigu einkaaðila. Guðbrand­ur Ein­ars­son, odd­viti minni­hlut­ans í Reykja­nes­bæ, hef­ur áhyggj­ur af þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert