Fasteignaverð hækkar

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði lítillega í júlí ef marka má nýja mælingu Fasteignaskrá Íslands á vísitölu íbúðaverðs en samkvæmt henni hækkaði vísitalan um 0,3% miðað við júnímánuð.

Síðastliðna 3 mánuði lækkaði vísitalan um 0,8%, síðastliðna 6 mánuði hefur hún lækkað um 7,7% og lækkun síðastliðna 12 mánuði var 11,2%.

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert