Furðar sig á bónusgreiðslum

Álfheiður Ingadóttir
Álfheiður Ingadóttir

Formaður viðskiptanefndar, Álfheiður Ingadóttir, furðar sig á áætlun stjórnenda Straums Burðaráss um allt að 10 milljarða króna bónusgreiðslu til handa starfsmönnum bankans. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Álfheiður spurði þar hvort þeir sem kveikt hefðu í húsinu hygðust nú fá sérstaka greiðslu fyrir að slökkva eldinn aftur. Sagðist hún vonast til þess að lífeyrissjóðirnir, sem eiga 24 milljarða kröfu á bankann, hafni þessari áætlun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert