Ísland undir meðaltali OECD ríkja í menntamálum

Mbl.is/Jim Smart

Bilið milli Norður­land­anna fimm í mennta­kerf­inu hef­ur auk­ist. Finn­land kem­ur sem fyrr lang­best út. Íslend­ing­ar, Norðmenn og Dan­ir all­ir und­ir meðaltali OECD ríkja. Fé­lags­leg­ir þætt­ir og fjár­hags­staða for­eldra hef­ur sí­fellt meiri áhrif á frammistöðu nem­enda.

Þess­ar niður­stöður koma fram í nýrri skýrslu, Nort­hern Lig­hts on PISA 2006,  sem gerð var fyr­ir Nor­rænu ráðherra­nefnd­ina en í henni er ár­ang­ur nor­rænna nem­enda í síðustu PISA könn­un bor­inn sam­an.

Er það mat höf­unda að for­eldr­ar, fjár­hags­staða þeirra, bú­seta og fé­lags­leg staða hafi sí­fellt meiri áhrif á frammistöðu grunn­skóla­nem­enda.

Finn­ar tróna enn í efsta sæti og eru álitn­ir vera tveim­ur árum á und­an öðrum þjóðum hvað náms­ár­ang­ur og kennslu varðar. Þeir eru þannig tals­vert á und­an Norðmönn­um, Dön­um og Íslend­ing­um sem all­ir eru und­ir meðaltali OECD-ríkja. Sví­ar þykja vera í far­ar­broddi með til­liti til end­ur­skipu­lagn­ing­ar á mennta­kerf­inu.

Þrátt fyr­ir að mik­ill mun­ur sé á milli land­anna er það þó niðurstaða skýrslu­höf­unda að nor­ræn­ir nem­end­ur séu mjög lík­ir, ef litið er á svör nem­end­anna við PISA könn­unni. „Það get­ur átt sér ræt­ur í tungu­mál­inu, en einnig í sögu­leg­um og menn­ing­ar­leg­um bak­grunni,“ seg­ir einn af skýrslu­höf­und­un­um, Svein Lie, frá Há­skól­an­um í Osló.

Skýrsl­an var kynnt á ráðstefnu Nor­rænu ráðherra­nefnd­ar­inn­ar og mennta­málaráðuneyt­is­ins sem hald­in var hér­lend­is 17. og 18. Var ráðstefn­an  hluti af for­mennsku­áætlun Íslands í Nor­rænu ráðherra­nefnd­inni.

„Ástæðan fyr­ir því að við vinn­um sam­an er lík­lega fyrst og fremst sú að við telj­um okk­ur geta lært hvert af öðru, haft gagn hvert af öðru. Við get­um miðlað hvert öðru á jafn­rétt­is­grund­velli. Í því er styrk­ur nor­ræns sam­starfs ein­mitt fólg­inn. Nor­rænu PISA rann­sókn­irn­ar eru eitt dæmi um slíkt“, sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, mennta­málaráðherra, á ráðstefn­unni.

Í skýrsl­unni eru ár­ang­ur nor­rænu ríkj­anna í PISA könn­un­inni árið 2006 bor­inn sam­an, og sér­stak­lega litið til kunn­áttu í nátt­úru­fræði. Tvær fyrri PISA-skýrsl­ur frá ár­un­um 2000 og 2003 lögðu áherslu á mat á lestr­arkunn­áttu og stærðfræðikunn­áttu.

Skýrsl­an í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert