Íslendingar hætta í NASCO

Einar Falur Ingólfsson

Íslend­ing­ar hafa dregið sig út úr Norður-Atlants­hafs laxvernd­un­ar­stofn­un­inni eða NASCO (North Atlantic Salmon Conservati­on Org­an­izati­on) í sparnaðarskyni. Á heimasíðu stofn­un­ar­inn­ar kem­ur fram að úr­sögn­in taki gildi um ára­mót­in. Hugs­an­legt er að Íslend­ing­ar gangi á ný í sam­tök­in þegar bet­ur árar. 

Á vef norska miðils­ins ABC Nyheter  kem­ur fram að Íslend­ing­ar hafi dregið sig út úr sam­tök­un­um í lok júní sl. og að úr­sögn­in taki gildi í lok þessa árs. Þar með missi sam­tök­in eitt mik­il­væg­asta aðild­ar­land sitt. Alls eru sex aðild­ar­lönd auk Íslands, en þau eru Kan­ada, Dan­mörk (fyr­ir hönd Fær­eyja og Græn­lands), Evr­ópu­sam­bandið, Nor­eg­ur, Rúss­land og Banda­rík­in. 

Blaðamaður ABC Nyheter leitaði skýr­inga á úr­sögn­inni hjá Ingimari Jó­hanns­syni, skrif­stofu­stjóra hjá sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneyt­inu, og sagði hann ástæðuna bág­ur fjár­hag­ur lands­ins. Aðspurður seg­ir hann engra breyt­inga að vænta í af­stöðu Íslend­inga gagn­vart laxveiðum eða vernd­un laxa. Seg­ir hann málið ein­fald­lega snú­ast um það að ríkið geti ekki séð af þeim 20 millj­ón­um ís­lenskra króna sem aðild­in að sam­tök­un­um kosti á ári. 

NASCO var stofnað árið 1984 en skrifað var und­ir stofn­sátt­mála sam­tak­anna árið 1982 í Reykja­vík. Höfuðstöðvar NASCO eru í Ed­in­borg í Skotlandi. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert