Sjö hafa verið yfirheyrðir

Saving Iceland liðsmaður handtekinn
Saving Iceland liðsmaður handtekinn mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Alls hafa sjö verið yfirheyrðir grunaðir um að hafa slett skyri og málningu á iðnaðarráðuneytið og bíl ráðherra fyrr í þessum mánuði. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru sjömenningarnir einnig spurðir út í aðrar uppákomur þar sem málningu hefur verið slett á hús forstjóra nokkurra orkufyrirtækja hérlendis sem og hús svonefndra útrásarvíkinga.

Engir aðrir hafa verið handteknir eða yfirheyrðir vegna skemmdarverka á einkaheimilum, en hjá lögreglunni fást þau svör að þar séu málin tekin föstum tökum. Alls hafa verið tilkynnt 15 tilvik þar sem málningu hefur verið slett á hús eða bifreiðar á síðustu mánuðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert