Verið að höfða mál gegn Íslandi

Talsmenn bresku lögfræðistofunnar Norton Rose staðfestu við Ríkisútvarpið í dag, að nokkur erlend fjármálafyrirtæki hefðu þegar höfðað mál til að reyna að endurheimta fé sem þau töpuðu í íslenska bankahruninu.

Joseph Tirado,  lögfræðingur hjá  Norton Rose, vildi ekki gefa upp um hvaða fyrirtæki væri að ræða eða fyrir hvaða dómstólum málin hefðu verið þingfest en sagðist vita til þess að mörg önnur fyrirtæki ætluðu að fylgja fordæminu.

Þá sagði Tirado, að yfirgnæfandi líkur væru á því að stór hópur banka og fjármálafyrirtækja sameinuðust um að höfða mál gegn íslenska ríkinu og hérlendum fjármálafyrirtækjum. Beinast lægi við að fara í gegnum íslenska dómstóla en margir aðrir möguleikar væru í stöðunni.

Samkvæmt skoðanakönnun, sem Norton Rose gerði hjá stórum evrópskum bönkum og fjármálafyrirtækjum sem töpuðu fé í bankahruninu, telur yfirgnæfandi meirihluti þeirra að Íslendingar hafi brotið alþjóðalög í viðbrögðum við bankahruninu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka