Eigendur átján þúsund ökutækja hafa frá 1. apríl mátt sæta sektum sem nema 164,5 milljónum vegna þess að þau hafa ekki verið skoðuð á tilsettum tíma. Innan við helmingur vanrækslugjaldanna hefur verið innheimtur.
Ítrekanir hafa verið sendar þeim sem áttu að færa ökutæki sín til skoðunar fyrir 1. maí. Skili það ekki árangri er gripið til nauðungarsölu en vanrækslugjaldið er tryggt með lögveði í ökutækjunum.
Reiknað er með að nokkur hundruð nauðungaruppboð fari fram á næstunni. Til að þau geti farið fram þarf að tilkynna eigendum uppboð en dæmi eru um að þeir finnist ekki.