Afgreitt í vikunni?

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra á fund …
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra á fund með blaðamönnum mbl.is/Kristinn

Umræða um Ices­a­ve-frum­varpið, með fyr­ir­vör­um fjár­laga­nefnd­ar, á að hefjast á morg­un. Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra von­ast til að hægt verði að af­greiða málið fyr­ir viku­lok, þegar stefnt er að því að þing­inu ljúki. „Þegar Ices­a­ve-samn­ing­ur­inn verður samþykkt­ur á Alþingi verður fljót­lega unnið að af­greiðslu láns Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins. Þegar þessi mál eru í höfn erum við að stíga yfir stór­an þrösk­uld sem hef­ur verið í vegi fyr­ir end­ur­reisn­inni,“ sagði Jó­hanna að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í gær.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra seg­ir að gengið sé út frá því að lán­in frá Norður­lönd­un­um kom­ist einnig á skrið þegar Alþingi hafi af­greitt Ices­a­ve-málið, þrátt fyr­ir að frum­varpið sé breytt frá því sem lagt var upp með til að byrja með. Það hef­ur þó ekki verið rætt sér­stak­lega við full­trúa Norður­land­anna sem hafa gefið vil­yrði fyr­ir lán­un­um.

„Við göng­um út frá því að þá sé bara eft­ir tækni­leg­ur frá­gang­ur og úr­vinnsla og bind­um von­ir við að end­ur­skoðun geti farið fram um leið og hún kemst á dag­skrá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins.“ Starfs­menn AGS koma úr fríi 24. ág­úst og seg­ir Stein­grím­ur því miður tæp­lega raun­hæft að af­greiðslan fari fram fyrr en í sept­em­ber.

Ekki nýj­ar samn­ingaviðræður

„Þar er ég ekki að tala um nýj­ar samn­ingaviðræður held­ur mun­um við fyrst og fremst ræða stöðuna eft­ir að Alþingi hef­ur af­greitt málið.“ Jó­hanna seg­ir eng­in form­leg viðbrögð hafa borist frá Bret­um eða Hol­lend­ing­um vegna þró­un­ar Ices­a­ve-máls­ins á Alþingi, og hún kveðst ekki hafa trú á því að gagn­til­boð ber­ist frá þeim. Fyr­ir­var­arn­ir séu fyrst og fremst ör­ygg­is­ákvæði sem ættu ekki að kalla á gagn­til­boð eða nýj­ar samn­ingaviðræður.

Stein­grím­ur kveðst telja það til eft­ir­breytni hversu var­kár­ir Bret­ar og Hol­lend­ing­ar hafi verið í sín­um viðbrögðum. „Þeir vilja fyrst sjá end­an­lega niður­stöðu í mál­inu og fá tíma til að kynna sér hana. Það ætti að gilda um okk­ur líka, við ætt­um að vera spör á stór­ar yf­ir­lýs­ing­ar og svo ein­fald­lega láta á það reyna hvort með út­skýr­ingu og kynn­ingu á þess­ari niður­stöðu er ekki hægt að tryggja að þetta verði efniviður í far­sæla lausn. Það er okk­ur öll­um fyr­ir bestu að við fáum lykt­ir í þetta mál, að það hætti að tefja fram­gang annarra mála. Því tel ég það mik­il­vægt að halda þannig á umræðunni um þetta, að við gef­um okk­ur ekki fyr­ir­fram ein­hverja niður­stöðu. Aðal­atriðið er að málið verði ekki óleyst, að ein­hver far­sæl niðurstaða fá­ist.“

Langt í end­ur­reisn trausts

Gylfi Magnús­son viðskiptaráðherra seg­ist ekki telja þetta vera rétta túlk­un á niður­stöðunum, held­ur hafi þessi stóri hluti svarað því til að hann hefði getað hugsað sér að höfða mál vegna ein­hverra atriða. „Ég túlka það ekki svo að 90% muni fara í mál. Við höf­um náð ár­angri á sum­um sviðum og ég held að þeir samn­ing­ar sem hafa náðst um skipt­ing­una milli gömlu og nýju bank­anna séu mik­il­væg­ur liður í því að leysa málið með sátt frek­ar en með mála­ferl­um.“

Viðræðuáætlun ætlaður tími fram í sept­em­ber

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert