Hugsanlegt er að EES-samningurinn fari í uppnám vegna setningu neyðarlaganna. Þetta er haft eftir fyrrum yfirlögfræðingi EFTA í fréttum Stöðvar 2. Þar kom einnig fram að þrjátíu og níu evrópskir bankar og fjármálastofnanir hafi sent inn formlega kvörtun til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA vegna setningu neyðarlaganna.
Með setningu neyðarlaganna síðasta haust voru innlendar innstæður tryggðar að fullu. Innstæður í erlendum útibúum íslensku bankanna voru ekki tryggðar með sama hætti.
Stöð 2 hefur eftir Einari Páli Tamimi, fyrrum yfirlögmanni EFTA, að næstu skref séu að ESA leiti álits Íslendinga á málinu þar sem þeim gefist tækifæri til andsvara. Fari íslensk stjórnvöld ekki eftir úrskurði ESA þá yrði íslenskum stjórnvöldum stefnt fyrir EFTA dómstólnum.
Fari svo að EFTA dómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að neyðarlögin hafi brotið jafnræðisreglu EES-samningins gæti það styrkt stöðu erlendra kröfuhafa til að leita réttar síns fyrir dómstólum.